Innlent

Undarleg hljóð reyndust húsráðandi að berja svínakjöt með hamri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveimur skemmtistöðum í miðborginni var lokað. Annars vegar var það vegna fólks undir lögaldri sem var þar að neyta áfengis. Hins vegar voru engir dyraverðir með réttindi.
Tveimur skemmtistöðum í miðborginni var lokað. Annars vegar var það vegna fólks undir lögaldri sem var þar að neyta áfengis. Hins vegar voru engir dyraverðir með réttindi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi vegna háværra dynkja sem bárust frá íbuð í hverfi 105. Þegar á vettvang var komið kom í ljóst að dynkirnir áttu sér eðlilegar skýringar. Húsráðandi var að berja svínakjöt með kjöthamri með tilheyrandi látum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ýmislegt var um að vera. Til að mynda var tilkynnt um meðvitundarskertan aðila fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Þar reyndist ölvun vera sökudólgurinn og manninum komið til síns heima. Þá var lögregla kölluð út eftir að maður fékk glerflösku í höfuðið á skemmtistað í miðborginni. Gerandinn hefur ekki komið í leitirnar en hinn slasaði var fluttur á slysadeild.

Skemmtistað í miðborginni var þá lokað vegna þess að þar var enginn dyravörður með réttindi. Lögregla þurfti einnig að brjóta upp samkvæmi á skemmtistað í 101 en þar var verið að bera fram áfengi fyrir gesti undir tvítugu. 

Maður var handtekinn í Garðabæ grunaður um þjófnað í verslun. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Þá var einn handtekinn í Breiðholti og vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls vegna líkamsárásar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.