Innlent

Sprengi­sandur: Ný þjóðar­höll, kjara­deilur og hatur­s­orð­ræða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka. Hann ætlar að rekja starfssögu sína. 

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ætlar að ræða nýja þjóðarhöll sem hann er í forsvari fyrir af hálfu ríkisins. Síðastliðið vor átti hún að kosta átta milljarða en verkið nú metið á upp undir fimmtán milljarða. Enn er óljóst hver borgar og hver ætlar að reka mannvirkið.

Drífa Snædal fyrrverandi forseti ASÍ og Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur fara yfir stöðuna á vinnumarkaði eftir að ríkissáttasemjari spilaði út eitruðu peði og gerði allt vitlaust í Karphúsinu og víðar. 

Undir lok þáttar mætast þeir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður. Umræðuefnið er hatursorðræða og málfrelsið sjálft.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.