Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur fylgst með kjaradeilu Eflingar og SA í dag. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins.

Fjallað verður um kjaradeilu Eflingar og SA í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. 

Við förum á eina stærstu ferðaráðstefnu sem haldin er hér á landi en gestir þar eru sammála um að mikill vöxtur hafi orðið í íslenskri ferðaþjónustu. Við hittum hressa dvalargesti Múlabæjar í dag en þar var haldið upp á fjörutíuára afmæli þjónustunnar. 

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra var heiðruð hjá Kvenréttindafélagi Íslands í dag, við fylgdumst með því og hittum afurðahæstu kýr landsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.