Fjallað verður um kjaradeilu Eflingar og SA í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi.
Við förum á eina stærstu ferðaráðstefnu sem haldin er hér á landi en gestir þar eru sammála um að mikill vöxtur hafi orðið í íslenskri ferðaþjónustu. Við hittum hressa dvalargesti Múlabæjar í dag en þar var haldið upp á fjörutíuára afmæli þjónustunnar.
Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra var heiðruð hjá Kvenréttindafélagi Íslands í dag, við fylgdumst með því og hittum afurðahæstu kýr landsins.