Lífið

Bía kúgaðist í þorrasmakki Gústa B

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Idol keppendur fengu að smakka þorramat í síðasta þætti.
Idol keppendur fengu að smakka þorramat í síðasta þætti. Stöð 2

Gústi B smalaði Idol keppendunum saman til þess að smakka þorramat. Sýnt var frá smökkuninni í síðasta þætti af Idol.

Verkefnið var einfalt. Keppendur þurftu að smakka matinn blindandi og giska hvað þau væru að smakka. Þeir keppendur sem tóku þátt voru þau Ninja, Kjalar, Bía, Saga Matthildur, Guðjón Smári og Símon Grétar. Þórhildur Helga var vant við látin en fékk að smakka þorramat í beinni útsendingu síðar í þættinum.

„Ég er mjög matvönd, ég er að fara að gubba sko,“ sagði Bía áður en þau byrjuðu. 

„Þið eruð að fara að gefa okkur eitthvað ógeðslegt er það ekki?“

Þorrasmakkið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og sjá má átti Bía mjög erfitt með þessa áskorun.

Klippa: Gústi B lét Idol keppendur smakka þorramat

Þær Ninja og Þórhildur Helga kvöddu Idol keppnina í lok þáttar en hin fimm stíga á Idol sviðið annað kvöld. 


Tengdar fréttir

Dramatísk úr­slita­stund: „Ég er bara orð­­laus“

Á föstudaginn fóru fram sjö manna úrslit Idol í beinni útsendingu. Eftir að keppendur höfðu lokið við flutning sinn komu kynnarnir með óvænta tilkynningu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir.

Þessir kepp­endur kvöddu í kvöld

Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×