Dramatísk úrslitastund: „Ég er bara orðlaus“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2023 14:30 Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í Idolinu síðasta föstudag. Stöð 2 Á föstudaginn fóru fram sjö manna úrslit Idol í beinni útsendingu. Eftir að keppendur höfðu lokið við flutning sinn komu kynnarnir með óvænta tilkynningu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19
„Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30
Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13