Segir Sólveigu aldrei tilbúna í samtal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 20:55 Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari Eflingar. Stöð 2/Egill Ólöfu Helgu Adolfsdóttur ritara Eflingar líst illa á fyrirhuguð verkföll og vill greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur stéttarfélög hafa samþykkt. Hana grunar að öðrum hópi félagsfólks innan Eflingar verði boðið að fara í verkfall hafni starfsfólk Íslandshótela að leggja niður störf. „Ég er ekki hlynnt því að fara í verkfall fyrir þennan skammtímasamning, þetta eru tólf mánuðir,“ segir Ólöf sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Ólöf segir Sólveigu Önnu hafa lýst því yfir á fundi samninganefndar Eflingar að mikill vilji væri á meðal hótelstarfsfólks til að fara í verkfall. Á þeim fundi var samþykkt að greidd yrðu atkvæði um verkfallið. Ólöf segist hins vegar hafa orðið vör við önnur viðbrögð við verkfallsboðun. „Ég hef heyrt að fólk sé meira hrætt og hafi ekki endilega áhuga á að fara í verkföll, finnist skrýtið að vera sett í þá stöðu að vera eina fólkið sem fer í verkfall og kýs um það. Þau hefðu kannski viljað, eins og ég sjálf, fá að kjósa um samninginn fyrst,“ segir Ólöf Helga. Væru greidd atkvæði um samninginn og hann felldur væri þannig ljósara að félagsmenn Eflingar væru til í meiri átök. Viðtalið við Ólöfu Helgu má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Atburðarásin hafi verið löngu ákveðin Hún telur að meirihluti almennra félagsmanna í Eflingu vilji greiða atkvæði um þann samning sem hefur legið á borðinu í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Það sem við erum að horfa á núna, verði verkfallsboðun samþykkt, þá hafa Samtök atvinnulífsins gefið út að afturvirknin verði alveg slegin út af borðinu. Það eru 115 þúsund krónur til dæmis fyrir mig sem ég myndi annars fá með laununum mínum 1. febrúar,“ segir Ólöf Helga og vísar til orða Halldórs Benjamíns sem segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Í sama viðtali við Halldór Benjamín vísar hann til þess að formenn annarra stéttarfélaga hafa kallað Eflingu eins konar eyland í íslenskri stéttabaráttu. Ólöf segir þá þróun hafa hafist með ákvörðun Eflingar að taka ekki þátt í kjaraviðræðum í samfloti með Starfsgreinasambandinu. Ólöf Helga tekur einnig undir það að atburðarás síðustu vikna hafi verið löngu ákveðin. „Ég myndi segja það já. Mér finnst Sólveig Anna hafa verið alveg skýr á því, frá því hún bauð sig fram síðast, að hún ætlaði í átök,“ segir Ólöf Helga. „Hún ætlar að hreinsa til á skrifstofunni og þá eru það hópuppsagnir, hún ætlar í róttæka baráttu og þá eru það verkföll. Hún er aldrei tilbúin í samtal, það þarf alltaf að vera átök annars er það sem kemur út úr því ekki þess virði,“ bætir hún við. Öðrum hóp verði boðið að fara í verkfall Hún segir að Starfsgreinasambandið hafi unnið vel að því að ná sínum samningi sem Efling líti á sem núllpunkt. „Ég ætla ekki að halda því fram að það sé einhver brjálaður illvilji eða ásetningur að koma okkur hingað, en mér finnst Sólveig samt hafa gefið okkur skýrar vísbendingar um það að þetta væri það sem hún vildi gera,“ segir Ólöf Helga. Hún gerir ráð fyrir að Sólveig Anna sé með annan hóp félagsmanna á reiðum höndum, verði verkfallinu hafnað af hótelstarfsmönnum. „Það verður þá bara næsta verkfallsboðun. Bílstjórar, ræstingarfólk, almennir byggingarstarfsmenn,“ segir Ólöf Helga spurð út í hvaða hópar séu líklegir til að fá boð um verkfall. Hún vonar að fólk horfi gagnrýnum augum á fyrirhugað verkfall. Atkvæðagreiðslu um verkfall hjá starfsfólki Íslandshótela lýkur á mánudagskvöld. Ólöf Helga telur að verkfallsboðunin verði felld. Hún segir hins vegar að starfsfólk sé ekki nægilega vel upplýst. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Ég er ekki hlynnt því að fara í verkfall fyrir þennan skammtímasamning, þetta eru tólf mánuðir,“ segir Ólöf sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Ólöf segir Sólveigu Önnu hafa lýst því yfir á fundi samninganefndar Eflingar að mikill vilji væri á meðal hótelstarfsfólks til að fara í verkfall. Á þeim fundi var samþykkt að greidd yrðu atkvæði um verkfallið. Ólöf segist hins vegar hafa orðið vör við önnur viðbrögð við verkfallsboðun. „Ég hef heyrt að fólk sé meira hrætt og hafi ekki endilega áhuga á að fara í verkföll, finnist skrýtið að vera sett í þá stöðu að vera eina fólkið sem fer í verkfall og kýs um það. Þau hefðu kannski viljað, eins og ég sjálf, fá að kjósa um samninginn fyrst,“ segir Ólöf Helga. Væru greidd atkvæði um samninginn og hann felldur væri þannig ljósara að félagsmenn Eflingar væru til í meiri átök. Viðtalið við Ólöfu Helgu má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Atburðarásin hafi verið löngu ákveðin Hún telur að meirihluti almennra félagsmanna í Eflingu vilji greiða atkvæði um þann samning sem hefur legið á borðinu í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Það sem við erum að horfa á núna, verði verkfallsboðun samþykkt, þá hafa Samtök atvinnulífsins gefið út að afturvirknin verði alveg slegin út af borðinu. Það eru 115 þúsund krónur til dæmis fyrir mig sem ég myndi annars fá með laununum mínum 1. febrúar,“ segir Ólöf Helga og vísar til orða Halldórs Benjamíns sem segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Í sama viðtali við Halldór Benjamín vísar hann til þess að formenn annarra stéttarfélaga hafa kallað Eflingu eins konar eyland í íslenskri stéttabaráttu. Ólöf segir þá þróun hafa hafist með ákvörðun Eflingar að taka ekki þátt í kjaraviðræðum í samfloti með Starfsgreinasambandinu. Ólöf Helga tekur einnig undir það að atburðarás síðustu vikna hafi verið löngu ákveðin. „Ég myndi segja það já. Mér finnst Sólveig Anna hafa verið alveg skýr á því, frá því hún bauð sig fram síðast, að hún ætlaði í átök,“ segir Ólöf Helga. „Hún ætlar að hreinsa til á skrifstofunni og þá eru það hópuppsagnir, hún ætlar í róttæka baráttu og þá eru það verkföll. Hún er aldrei tilbúin í samtal, það þarf alltaf að vera átök annars er það sem kemur út úr því ekki þess virði,“ bætir hún við. Öðrum hóp verði boðið að fara í verkfall Hún segir að Starfsgreinasambandið hafi unnið vel að því að ná sínum samningi sem Efling líti á sem núllpunkt. „Ég ætla ekki að halda því fram að það sé einhver brjálaður illvilji eða ásetningur að koma okkur hingað, en mér finnst Sólveig samt hafa gefið okkur skýrar vísbendingar um það að þetta væri það sem hún vildi gera,“ segir Ólöf Helga. Hún gerir ráð fyrir að Sólveig Anna sé með annan hóp félagsmanna á reiðum höndum, verði verkfallinu hafnað af hótelstarfsmönnum. „Það verður þá bara næsta verkfallsboðun. Bílstjórar, ræstingarfólk, almennir byggingarstarfsmenn,“ segir Ólöf Helga spurð út í hvaða hópar séu líklegir til að fá boð um verkfall. Hún vonar að fólk horfi gagnrýnum augum á fyrirhugað verkfall. Atkvæðagreiðslu um verkfall hjá starfsfólki Íslandshótela lýkur á mánudagskvöld. Ólöf Helga telur að verkfallsboðunin verði felld. Hún segir hins vegar að starfsfólk sé ekki nægilega vel upplýst.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira