HÍ vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2023 09:55 Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir skólann vanta hátt í milljarð á þessu ári til að ná endum saman. Skólinn hefur þurft að skera niður á ýmsum sviðum, meðal annars kennslu, vegna fjárskorts. Vísir/Ívar Fannar Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts en skólann vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðisvísindasviði og Menntavísindasviði og enn meiri niðurskurður í vændum á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða. Háskóli Íslands hefur frá upphafi skólaárs þurft að draga úr ýmissi grunnþjónustu vegna fjárskorts, sem er meðal annars tilkomin vegna fækkunar nemenda síðan samkomutakmörkunum var létt eftir Covid-faraldurinn. „Við þurftum að fara í aðgerðir til að geta haldið starfinu áfram með eins eðlilegum hætti og mögulegt er,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Við erum ekki í góðum málum. Við höfum verið að leggja upp áætlun fyrir þetta ár og við sjáum að það vantar allt að milljarð til að endar nái saman.“ Fræðasviðin séu sum í sérstaklega slæmum málum. „Það vantar fimm hundruð milljónir upp á að endar nái saman þar. Heilbrigðisvísindasvið stendur eiginlega verst og það er einmitt verið að kalla eftir fleiri nemendum inn í heilbrigðisvísindin og það þarf virkilega að efla það. Við höfum átt í samtali við stjórnvöld um það. Þar er hallinn upp á 240 milljónir,“ segir Jón Atli. „Það eru aðgerðir þar í gangi og verið að ganga á uppsafnaðan afgang frá fyrri árum. Síðan er Menntavísindasvið, þar sem nemendum hefur reyndar fjölgað á síðustu árum, sem stendur ekki vel.“ Útlitið sé svart fyrir næsta ár verði engu breytt. „Þess vegna hef ég verulegar áhyggjur, ekki bara af þessu ári heldur 2024, vegna þess í fjármálaáætlun eins og hún er núna er verið að tala um enn frekari niðurskurð. Held ég upp á 2,2 prósent fyrir Háskóla Íslands. Þetta gildir yfir allt kerfið. Svo við þurfum að snúa bökum saman og efla fjármögnun háskólastigsins.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30 Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Háskóli Íslands hefur frá upphafi skólaárs þurft að draga úr ýmissi grunnþjónustu vegna fjárskorts, sem er meðal annars tilkomin vegna fækkunar nemenda síðan samkomutakmörkunum var létt eftir Covid-faraldurinn. „Við þurftum að fara í aðgerðir til að geta haldið starfinu áfram með eins eðlilegum hætti og mögulegt er,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Við erum ekki í góðum málum. Við höfum verið að leggja upp áætlun fyrir þetta ár og við sjáum að það vantar allt að milljarð til að endar nái saman.“ Fræðasviðin séu sum í sérstaklega slæmum málum. „Það vantar fimm hundruð milljónir upp á að endar nái saman þar. Heilbrigðisvísindasvið stendur eiginlega verst og það er einmitt verið að kalla eftir fleiri nemendum inn í heilbrigðisvísindin og það þarf virkilega að efla það. Við höfum átt í samtali við stjórnvöld um það. Þar er hallinn upp á 240 milljónir,“ segir Jón Atli. „Það eru aðgerðir þar í gangi og verið að ganga á uppsafnaðan afgang frá fyrri árum. Síðan er Menntavísindasvið, þar sem nemendum hefur reyndar fjölgað á síðustu árum, sem stendur ekki vel.“ Útlitið sé svart fyrir næsta ár verði engu breytt. „Þess vegna hef ég verulegar áhyggjur, ekki bara af þessu ári heldur 2024, vegna þess í fjármálaáætlun eins og hún er núna er verið að tala um enn frekari niðurskurð. Held ég upp á 2,2 prósent fyrir Háskóla Íslands. Þetta gildir yfir allt kerfið. Svo við þurfum að snúa bökum saman og efla fjármögnun háskólastigsins.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30 Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30
Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39