Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. janúar 2023 13:30 Tískufyrirmyndin Hailey Bieber er orðin stutthærð. Instagram-Getty/Gotham Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. Í byrjun árs höfðu erlend tískublöð á borð við Glamour spáð því að stutt hár ætti eftir að vera eitt það heitasta í hártískunni árið 2023. „Ég held að þörfin fyrir nýtt upphaf og að ýta aðeins á refresh takkann eftir þessi krefjandi ár sem við eigum að baki eigi eftir að ýta undir þá löngun að klippa á okkur hárið. Stuttar klippingar og bob klippingar eiga eftir að vera eftirsóttustu klippingarnar,“ segir Dionne Smith, hárgreiðslukona fræga fólksins, í samtali við Glamour. Stjörnur á borð við Zendayu, Margot Robbie og Taylor Swift hafa skartað bob klippingum á síðustu árum.Getty/Jeff Kravitz-Stephane Cardinale-Steve Granitz Stutt bob klipping í einni sídd það heitasta Hárgreiðslumaðurinn Paul Percival, sem hefur klippt stjörnur á borð við Victoriu Beckham, tekur undir þetta. Hann segir jafnframt að bob klippingarnar eigi eftir að verða ennþá styttri en við höfum séð síðustu ár. Í síðustu viku tók Vísir saman lista yfir heitustu trend ársins 2023. Þar nefndi hárgreiðslukonan Íris Lóa einmitt stuttar klippingar á borð við pixie og bob klippingar. Þegar fólk hugsar um bob klippingu þá ímyndar það sér hugsanlega stutta klippingu þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan, svolítið í anda Victoriu Beckham. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Tommy Buckett segir hins vegar að nú sé það heitasta að vera með bob klippingu þar sem hárið er allt í einni sídd. View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) „Nú mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt“ Hailey Bieber, ein helsta tískufyrirmyndin í dag, er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og frumsýndi einmitt slíka klippingu á TikTok síðu sinni í vikunni. „Úps,“ skrifaði Bieber undir myndbandið sem hefur þegar fengið um 6 milljónir áhorf. „Núna mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt,“ skrifar einn aðdáandi undir myndbandið. Fleiri aðdáendur taka undir þetta og segist einn aðdáandi spá því að eftir viku verði allar stelpur á TikTok komnar með stutt hár. @haileybieber oops original sound - sped up sounds Hollywood Tíska og hönnun Förðun Tengdar fréttir Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Í byrjun árs höfðu erlend tískublöð á borð við Glamour spáð því að stutt hár ætti eftir að vera eitt það heitasta í hártískunni árið 2023. „Ég held að þörfin fyrir nýtt upphaf og að ýta aðeins á refresh takkann eftir þessi krefjandi ár sem við eigum að baki eigi eftir að ýta undir þá löngun að klippa á okkur hárið. Stuttar klippingar og bob klippingar eiga eftir að vera eftirsóttustu klippingarnar,“ segir Dionne Smith, hárgreiðslukona fræga fólksins, í samtali við Glamour. Stjörnur á borð við Zendayu, Margot Robbie og Taylor Swift hafa skartað bob klippingum á síðustu árum.Getty/Jeff Kravitz-Stephane Cardinale-Steve Granitz Stutt bob klipping í einni sídd það heitasta Hárgreiðslumaðurinn Paul Percival, sem hefur klippt stjörnur á borð við Victoriu Beckham, tekur undir þetta. Hann segir jafnframt að bob klippingarnar eigi eftir að verða ennþá styttri en við höfum séð síðustu ár. Í síðustu viku tók Vísir saman lista yfir heitustu trend ársins 2023. Þar nefndi hárgreiðslukonan Íris Lóa einmitt stuttar klippingar á borð við pixie og bob klippingar. Þegar fólk hugsar um bob klippingu þá ímyndar það sér hugsanlega stutta klippingu þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan, svolítið í anda Victoriu Beckham. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Tommy Buckett segir hins vegar að nú sé það heitasta að vera með bob klippingu þar sem hárið er allt í einni sídd. View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) „Nú mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt“ Hailey Bieber, ein helsta tískufyrirmyndin í dag, er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og frumsýndi einmitt slíka klippingu á TikTok síðu sinni í vikunni. „Úps,“ skrifaði Bieber undir myndbandið sem hefur þegar fengið um 6 milljónir áhorf. „Núna mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt,“ skrifar einn aðdáandi undir myndbandið. Fleiri aðdáendur taka undir þetta og segist einn aðdáandi spá því að eftir viku verði allar stelpur á TikTok komnar með stutt hár. @haileybieber oops original sound - sped up sounds
Hollywood Tíska og hönnun Förðun Tengdar fréttir Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00
Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“