Sanna nýtur mestra vinsælda borgarfulltrúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 14:50 Sanna Magdalena var oftast nefnd á nafn þegar spurt var hvaða borgarfulltrúi hefði staðið sig best á kjörtímabilinu sem hófst eftir kosningarnar í maí. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira