Lífið

Kim Kar­dashian ó­­þekkjan­­leg í nýju TikTok mynd­bandi

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kim Kardashian var nánast óþekkjanleg eftir að hafa tekið þátt í TikTok trendi.
Kim Kardashian var nánast óþekkjanleg eftir að hafa tekið þátt í TikTok trendi. Getty/Jon Kopaloff-TikTok

Það er alltaf gaman þegar við fáum að sjá nýjar hliðar á stjörnunum, því þær eru jú bara mannlegar eins og við öll. Athafnakonan Kim Kardashian sýndi heldur betur á sér nýja hlið í TikTok myndbandi sem hún birti í vikunni.

Kim heldur úti TikTok reikningi ásamt átta ára gamalli dóttur sinni North. Þar koma reglulega inn skrautleg myndbönd þar sem North er nú oftast í aðalhlutverki, en stundum gera þær mæðgur myndbönd saman.

Í vikunni birti Kim myndband sem vakið hefur mikla athygli. Þar tók hún þátt í svokölluðu „British Girl“ trendi sem gengur út á það að breyta sér í breska „skinku“ með miklu magni af förðunarvörum. Þar gegna gerviaugnhár, mikil brúnka, áberandi augabrúnir og húðlitaðar varir aðalhlutverki.

Þetta trend hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðilinn TikTok en slík myndbönd hafa fengið yfir 184 milljónir áhorf. Kim stökk því að sjálfsögðu á vagninn og hefur myndband hennar fengið yfir 36 milljónir áhorf.


Tengdar fréttir

Kim eignast hálsmen Díönu prinsessu

Athafnakonan Kim Kardashian mun ekki aðeins geta státað sig af því hafa klæðst kjól Marilyn Monroe, því nú mun hún einnig geta skartað hálsmeni Díönu prinsessu. Kardashian festi kaup á meninu á uppboði í gær.

Kim Kar­dashian vekur at­hygli í Bjarkarbol

Kim Kardashian er greinilega mikill Bjarkar aðdáandi eins og svo margir, því á dögunum klæddist raunveruleikastjarnan bol með nafni íslensku tónlistarkonunnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.