Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Keflavíkurflugvöllur hefur verið rekinn á varaafli og rafmagnslaust er á öllum Suðurnesjum. Við verðum í beinni frá höfuðstöðvum Landsnets með nýjustu fréttir af rafmagnsleysinu.

Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða heims setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Við ræðum við heimilislækni sem segir mikilvægt að komast til botns í ástæðum lyfjanotkunarinnar sem geti verið skaðleg til lengri tíma.

Þá kynnum við okkur nýja þjóðarhöll sem á að rísa í Laugardalnum, verðum í beinni frá mótmælum við rússneska sendiráðið og hittum eldri borgara á Grundarfirði sem dansa, syngja og hlæja þegar þeir koma saman.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttir í beinni í spilaranum hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×