Hér má sjá brot úr þættinum:
Meðal spurninga var: „Hvað er það ólöglegasta sem þú hefur gert?“ Eftir dálitla umhugsun deildi Aron þá sögu af sér frá því hann var sextán ára gamall.
„Það fyrsta sem mér dettur í hug er örugglega þegar ég rændi bílnum af mömmu í tvær vikur. Ég var sextán ára og ekki kominn með bílprófið.
Ég fór út um allt. Mamma var í útlöndum, ég fann lykilinn af bílnum, keyrði út um allt, náði í vini mína og við rændum líka einhverju dóti. Við rændum einhverjum stimpilkortum af Olís, Olís ef þú ert að horfa þá sorry!“
Hann bætir við að þeir hafi í leiðinni rænt stimplum.
„Þannig við vorum með fullt af vegabréfum um sumarið og fengum alltaf endavinninginn sem var kippa af síðri kók í dós.
Ég var með fullt skott af kók í dós, fullan bíl af fólki og ólöglegur að keyra.“
Hér má sjá fyrsta þáttinn í heild sinni:
Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.
Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.