Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Við ræðum við hann í fréttatímanum.

Eld- og stýriflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í morgun og loftárásir gerðar á mikilvæga innviði. Bresk stjórnvöld munu ríða á vaðið, fyrst vestrænna ríkja, og afhenda Úkraínumönnum öfluga skriðdreka.

Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Við fjöllum um málið. 

Geðlæknir segir sláandi hversu mikið Ísland virðist hafa dregist aftur úr í forvörnum gegn sjálfsvígum í samanburði við hin Norðurlöndin. Þar hafi tekist að fækka sjálfsvígum ungra karla - en ekki hér samkvæmt nýlegri rannsókn. Nú dugi ekkert skyndiátak, bregðast verði við af alvöru.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu en stöðva þurfti frumsýningu á Machbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu auk þess sem við fjöllum um fimbulkuldann sem gengur yfir landið um helgina og tökum púlsinn á stuðningsmönnum íslenska handboltalandsliðsins í beinni útsendingu frá Svíþjóð. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×