Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að skipa forstjóra Sjúkratrygginga án auglýsingar hefur verið gagnrýnd. Við ræðum við þingmann stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Við heyrum í Guðmundu Tyrfingsdóttur, níræðum bónda á Suðurlandi sem sviptur var vörslu allra gripa sinna. Hún segir það svíða mest að skyldmenni hennar hafi nýtt sér dvöl hennar á sjúkrahúsi til að svipta hana dýrum hennar. Nágrannar bóndans segjast hneykslaðir yfir málinu.

Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkandi rafmagnsverði. Það knýr áfram verðbólguna þar í landi, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Fanndís Birna heyrði í manninum sem fékk rafmagnsreikning upp á 180 þúsund krónur um mánaðarmótin.

Þá fjöllum við um 39 tillögur að umbótum í bráðaþjónustu sem viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram, verðum í beinni útsendingu frá óhefðbundnu jólahaldi Úkraínumanna á Íslandi og tökum púlsinn á IDOL höllinni nú þegar styttist í fyrstu beinu útsendinguna þar.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×