Engar hömlur í kynlífsuppistandinu Sóðabrók Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2023 15:01 Sigga Dögg kynfræðingur ætlar að halda uppistand um kynlíf. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega einkahúmor hjá mér og manninum mínum,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur um nafnavalið á nýja uppistandinu hennar, Sóðabrók. „Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“ Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“
Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira