Engar hömlur í kynlífsuppistandinu Sóðabrók Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2023 15:01 Sigga Dögg kynfræðingur ætlar að halda uppistand um kynlíf. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega einkahúmor hjá mér og manninum mínum,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur um nafnavalið á nýja uppistandinu hennar, Sóðabrók. „Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“ Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“
Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“