Tálbeitan klassískt dæmi um dómstól götunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2023 19:26 Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður, segir tálbeituna ganga of langt í sínum aðgerðum. Vísir/Ívar Fannar Sérfræðingur í tálbeituaðgerðum segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum. Málið sé klassískt dæmi um dómstól götunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29