Lífið

Leik­kona úr Ná­grönnum látin

Atli Ísleifsson skrifar
Joan Sydney fór með hlutverk Valda Sheergold, móður Lyn Scully í Nágrönnum.
Joan Sydney fór með hlutverk Valda Sheergold, móður Lyn Scully í Nágrönnum.

Bresk-ástralska leikkonan Joan Sydney, sem lék lengi í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum, er látin, 83 ára að aldri.

Leikkonan lést á heimili sínu í Sydney eftir að hafa glímt við veikindi um langa hríð. Vinkona Sydney til margra ára, leikkonan Sally-Anne Upton, staðfesti andlátið á Facebook í gær.

Sydney gekk til liðs við leikarahóp Nágranna árið 2002 og fór hún þar með hlutverk Valda Sheergold. Sú var móðir Lyn Scully og þar með amma Stephanie, Felicity, Michelle, Jack og Oscar. Hún gerði hosur sínar grænar fyrir bæði Lou Carpenter og Harold Bishop, en giftist á endanum Charlie Cassidy.

Valda birtist í alls rúmlega 150 þáttum af Nágrönnum, síðast árið 2008.

Sydney fór á ferli sínum einnig með hlutverk Margaret Sloan í þáttunum A Country Practice á níunda áratugnum.

Sydney fæddist í London í Englandi en ólst upp í Wales. Hún stundaði leiklistarnám í Oldham Repertory-leikhúsinu og birtist fyrst í kvikmynd árið 1957. Nú fluttist til Ástralíu árið 1965.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×