Lífið

Klökknaði yfir stuðningi vegna áfalls á árinu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist hafa fundið fyrir stuðningi frá fólki úr öllum stjórnmálaflokkum eftir að hún varð fyrir því áfalli á árinu að missa systur sína, Karitas H. Gunnarsdóttur. 

„Það er svo gott að finna það hvað það er gott fólk í öllum flokkum. Þegar það eru erfiðleikar hjá manni og það koma hlutir upp sem eru erfiðir, þá er svo gott að finna fyrir stuðningi frá fólki úr öllum flokkum,“ sagði Þorgerður Katrín í Kryddsíld á gamlársdag.

Systir Þorgerðar, Karitas H. Gunnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, lést 17. október 2022 62 ára að aldri.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í Kryddsíld 2022.Hulda Margrét Óladóttir

„Maður þarf alltaf að halda áfram,“ sagði Þorgerður. „Það er svo gott að hafa fólk í kringum sig, þrátt fyrir að ég geti stundum öskrað á þennan gaur,“ sagði hún og benti á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi flokksbróður.

„Þurfum við að gera eitthvað og læra eitthvað? Já, það er fullt sem við verðum að taka með okkur en það er fyrst og síðast að taka utan um fólkið okkar. Í pólitíkinni verður að halda þessum dúddum þremur við efnið og það er stærsta verkefni okkar sem stjórnmálafólk.“

Brotið úr Kryddsíldinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×