Innlent

Fimm milljónir í sjónvarpsþætti um hatursorðræðu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingileif ásamt Katrínu og Ásmundi Einari.
Ingileif ásamt Katrínu og Ásmundi Einari.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í gær samning við Ketchup Productions um framleiðslu sjónvarpsþátta um skaðsemi hatursorðræðu.

Greiðslur ráðuneytanna vegna verkefnisins nema alls fimm milljónum króna.

Sjónvarpsþættirnir verða sýndir á RÚV og miða að því að fræða ungmenni um hatursorðræðu. Um fjóra þætti er að ræða sem verða meðal annars notaðir við kennslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×