Hringsnerust eftir ákeyrslu og sáu bílinn stinga af Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 17:48 Vinstri afturendi bílsins er skemmdur eftir ákeyrsluna. Fjölskylda frá Reykjanesbæ lenti í nokkuð harkalegri ákeyrslu á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þau auglýsa nú eftir vitnum að ákeyrslunni þar sem ökumaðurinn keyrði af vettvangi skömmu eftir að hafa keyrt á afturhlið bílsins. „Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
„Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira