Innlent

Gerir ekki upp á milli samgönguframkvæmda á Austurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem segist ekki geta gert upp á milli mikilvægra framkvæmda í samgöngumálum á Austurlandi.
Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem segist ekki geta gert upp á milli mikilvægra framkvæmda í samgöngumálum á Austurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Miklar samgönguframkvæmdir eru að dagskrá á Austurlandi eins og Fjarðarheiðargöng, nýr vegur um Öxi, ný brú yfir Lagafljót og svo stendur til að stækka flugvöllinn á Egilsstöðum.

Það má segja að allt sé að gerst á Austurlandi þegar um allskonar samgönguverkefni er að ræða á næstu árum, auk annarra framkvæmda í landshlutanum, eins og stækkun flugvallarins á Egilsstöðum.

En hvernig ganga samskipti heimamanna við ríkisvaldið þegar allar þessar framkvæmdir eru á dagskrá?

Jónína Brynjólfsdóttir er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.

„Þau ganga nú bara almennt vel en það er samt alveg þannig að við áttum fund með Innviðaráðherra um daginn og það var frekar dýr fundur. Hér eru fyrirhugaðar svakalegar samgönguframkvæmdir. Við erum með Fjarðarheiðargöng, nýjan veg um Öxi, við erum með áætlaða Lagafljótsbrú og síðan erum við að horfa til þess að flugvöllurinn stækki á Egilsstöðum. Þannig að það er mjög mikilvægt að samskipti okkar við ríkið sé mjög gott og ég tel að það sé svo,“ segir Jónína.

En hver eru mikilvægustu samgönguverkefnin á Austurlandi að mati Jónínu?

„Ég ætla ekki að gera upp á milli af því að Fjarðarheiðargöng og Öxi eru bæði algjör forsenda fyrir því að þetta sveitarfélag varð að veruleika. Það er náttúrulega verið að horfa til þess að við séum á sama atvinnusóknarsvæðinu og að fólk geti sótt atvinnu á milli þéttbýlisstaða innan sveitarfélagsins, þannig að ég mun aldrei gera upp á milli, báðar þessar framkvæmdir eru gríðarlega mikilvægar og algjör forsenda fyrir okkur hérna í Múlaþingi,“ bætir Jónína við.

Miklar samgönguframkvæmdir eru að dagskrá á Austurlandi eins og Fjarðarheiðargöng, nýr vegur um Öxi, ný brú yfir Lagafljót og svo stendur til að stækka flugvöllinn á Egilsstöðum.Ljósmynd/Wikipedia


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×