Víða ófært og vegir lokaðir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2022 14:45 Ökumenn eru beðnir um að fylgjast vel með færðinni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið. Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið.
Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45