Sparkaði og skallaði lögreglumenn og hótaði þeim ítrekað lífláti Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2022 11:02 Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, gerðist ítrekað sekur um brot gegn valdstjórninni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn valdstjórninni með því að hafa beitt lögreglumenn ofbeldi og ítrekað hótað þeim lífláti. Ákæra í málinu var í fjórum liðum en áttu árásirnar sér stað á tímabilinu september 2021 til janúar á þessu ári. Fyrsta brotið sneri að því að maðurinn hafi ítrekað hótað tveimur lögreglumönnum líkamsmeiðingum og lífláti, fyrst í lögreglubíl og svo inni á lögreglustöð við Hverfisgötu í september 2021. Um einum og hálfum mánuði síðar skallaði maðurinn svo lögreglumann með þeim afleiðingum að sá hlaut heilahristing og bólgu yfir vinstri augabrún. Hann hafði þá sömuleiðis hótað lögreglumanninum og félaga hans líkamsmeiðingum og lífláti. Tveimur vikum síðar réðst maðurinn svo á lögreglumann við íbúð í Kleppsveg í Reykjavík með því að sparka í höfuð hans með hnénu þannig að lögreglumaðurinn hlaut mar á eyra. Í janúar síðastliðinn skallaði maðurinn svo lögreglumann fyrir utan sömu íbúð við Kleppsveg þannig að hann hlaut mar á enni. Maðurinn hafði þá líka haft í hótunum við lögreglumennina sem voru á vettvangi. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann hefur einu sinni áður gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrots og við ákvörðun refsingar var litið til þess að um nokkur tilvik hafi verið að ræða auk þess að árásirnar hafi verið alvarlegar og beinst að höfði lögreglumannanna. Dómari mat hæfilega refsingu vera sex mánaða fangelsi, en fullnustu hennar er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Manninum var jafnframt gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda og sakarkostnað, alls um 350 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Ákæra í málinu var í fjórum liðum en áttu árásirnar sér stað á tímabilinu september 2021 til janúar á þessu ári. Fyrsta brotið sneri að því að maðurinn hafi ítrekað hótað tveimur lögreglumönnum líkamsmeiðingum og lífláti, fyrst í lögreglubíl og svo inni á lögreglustöð við Hverfisgötu í september 2021. Um einum og hálfum mánuði síðar skallaði maðurinn svo lögreglumann með þeim afleiðingum að sá hlaut heilahristing og bólgu yfir vinstri augabrún. Hann hafði þá sömuleiðis hótað lögreglumanninum og félaga hans líkamsmeiðingum og lífláti. Tveimur vikum síðar réðst maðurinn svo á lögreglumann við íbúð í Kleppsveg í Reykjavík með því að sparka í höfuð hans með hnénu þannig að lögreglumaðurinn hlaut mar á eyra. Í janúar síðastliðinn skallaði maðurinn svo lögreglumann fyrir utan sömu íbúð við Kleppsveg þannig að hann hlaut mar á enni. Maðurinn hafði þá líka haft í hótunum við lögreglumennina sem voru á vettvangi. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann hefur einu sinni áður gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrots og við ákvörðun refsingar var litið til þess að um nokkur tilvik hafi verið að ræða auk þess að árásirnar hafi verið alvarlegar og beinst að höfði lögreglumannanna. Dómari mat hæfilega refsingu vera sex mánaða fangelsi, en fullnustu hennar er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Manninum var jafnframt gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda og sakarkostnað, alls um 350 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira