Innlent

Ellefu rútur í startholunum að aka frá Keflavík til Reykjavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ein rútan á bílaplaninu er full. Það er rútan sem Hallfríður situr í enda ákváðu þau að halda kyrru fyrir ólíkt fólkinu í öðrum rútum. Fyrir vikið er í það minnsta hlýtt hjá þeim en Hallfríður segir skítkalt inni í flugstöðinni.
Ein rútan á bílaplaninu er full. Það er rútan sem Hallfríður situr í enda ákváðu þau að halda kyrru fyrir ólíkt fólkinu í öðrum rútum. Fyrir vikið er í það minnsta hlýtt hjá þeim en Hallfríður segir skítkalt inni í flugstöðinni. Hallfríður Ólafsdóttir

Vonir standa til þess að hægt verði innan stundar að flytja strandaglópa frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins í rútum. Í framhaldinu verði vonandi hægt að opna fyrir umferð um Reykjanesbrautina.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær hægt verði að opna. En vonandi verði það innan tíðar.

Það hefur tafið fyrir snjómokstri að venjulegu snjóruðningstækin komast ekki um fráreinar á Reykjanesbrautinni. Tönnin framan á tækjunum komast ekki fráreinarnar. Því eru önnur tæki notuð til að moka snjóinn á fráreinum svo hægt sé að komast af Reykjanesbrautinni.

Hann segir ellefu rútur í startholunum sem fari í lest til borgarinnar. 

Hallfríður Þórarinsdóttir, strandaglópur í einni rútunni, staðfestir við fréttastofu að rútan þeirra sé aðeins farin af stað. Búið sé að fylla aðrar rútur á svæðinu og stefnan tekin á höfuðborgarsvæðið. Beðið sé eftir grænu ljósi frá lögreglu.

Hún vonar að allir komist til síns heima slysalaust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×