Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 12:19 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur skorið upp herör gegn leigufélaginu Ölmu og boðar birtingu sláandi sagna leigjenda af samskiptum við félagið sem Ragnar Þór segir okra og fara með staðlausa stafi til að breiða yfir vafasamt framferði sitt. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur. Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi. Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi.
Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02