Innlent

Geðmat í hryðju­verka­málinu: Hvorki taldir hættu­legir sér né öðrum og sleppt úr haldi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Annar sakborninganna í málinu leiddur fyrir dómara. 
Annar sakborninganna í málinu leiddur fyrir dómara.  Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars þeirra, segir að Landsréttur hafi fellt úrskurðinn úr gildi á þeim forsendum að geðmat bendi til þess að mennirnir séu hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum.

Héraðssaksóknari gaf á föstudag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Sama dag voru þeir úrskurðaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Rætt var við Svein Andra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×