Innlent

Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vatnið bíður og bíður eftir sundgörpum en er væntanlega í kaldara lagi þessa dagana.
Vatnið bíður og bíður eftir sundgörpum en er væntanlega í kaldara lagi þessa dagana. Vísir/Magnús Hlynur

Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana.

Kuldakastið sem gengur yfir landið er ekki stóra ástæða lokunarinnar þó hún spili sinn þátt. Eldsvoði í rafmagnsskápi í einni af helstu borholum Selfossveitna gera það að verkum að holan er óvirk.

Til að spara heita vatnið var ákveðið að loka Sundhöll Selfoss og um leið hvetja íbúa í Árborg til að fara sparlega með heita vatnið.

Það er fámennt þessa dagana í Sundhöll Selfoss. Fólk mætir þó áfram í ræktina en saknar heitu pottanna.Vísir/Magnús Hlynur

Í tilkynningu á vef Árborgar segir að þjónustan verði áfram skert næstu daga vegna tjóns á búnaði og mikils kuldakasts.

Stefnt er á að opna innisvæði laugarinnar á morgun, þriðjudag. Þó er minnt á að gamla innilaugin verður meira og minna í notkun allan daginn. Litla innilaugin sé svo notuð fyrir skólasund alla virka daga frá átta að morgni til klukkan 13.

Lokað verður í sundlaug Stokkseyrar næstu daga.


Tengdar fréttir

Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina

Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út .



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×