Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2022 12:29 Fjöldi nemenda safnaðist saman fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í kjölfar málsins til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast úrbóta í viðbrögðum við slíkum málum. Vísir/Egill Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Menntaskólans við Hamrahlíð. Umrætt mál átti sér stað í byrjun október þegar hópur nemenda mótmælti því að þolendur kynferðisbrota þyrftu oft á tíðum að mæta gerendum sínum í skólanum. Nemendurnir töldu viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en þar kom meðal annars fram að nöfn meintra gerenda hafi verið rituð á spegla á baðherbergjum skólans. Þá voru hengdir upp miðar sem á stóð: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“. Drengir sem töldu sig bendlaða við ofbeldi að ósekju kvörtuðu til skólans og sögðu að verið væri að leggja þá í einelti. Þá óskaði skólinn eftir því að utanaðkomandi teymi tæki málin til meðferðar. Ráðgjafahópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins var settur á laggirnar til að skoða málin. Í tilkynningu á vef MH segir að við ítarlega skoðun hópsins hafi í einhverjum tilvikum ekki fundist neinar skýringar eða upplýsingar um ástæðu þess að nöfn nemenda voru rituð á speglana. Í þeim tilvikum hafi einnig engar kvartanir borist um kynferðislega áreitni eða ofbeldi viðkomandi nemenda. „Sem dæmi má nefna að sú saga að í skólanum sé tiltekinn nemandi sem hafi nauðgað litlu frænku sinni, hefur ekki fengið neina stoð þrátt fyrir ítarlega könnun ráðgjafahópsins. Fór sú saga fyrst á flug þegar nemandinn stundaði nám í öðrum skóla og endurtók sig í MH,“ segir í tilkynningunni. Niðurstaða hópsins er sú að í þeim málum sem drengirnir tilkynntu um hafi þeir orðið fyrir einelti og útilokun við að nöfn þeirra voru rituð á speglana. „MH ítrekar að í kjölfar þessara mála samþykkti skólinn að verða fyrstur til að innleiða nýjar áætlanir, í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema, sem snerta hvoru tveggja kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og einelti. Stendur sú vinna yfir. Eru nemendur hvattir til að nýta þá ferla sem til staðar eru og tilkynna um mál ef upp koma innan skólans, þ.e. með því að leita til starfsfólks MH eða tilkynna í gegnum tilkynningahnapp á heimasíðu skólans. Skólinn ítrekar að hann stendur með öllum þolendum ofbeldis og eineltis, sama af hvaða toga slík mál kunna að vera,“ segir í lok tilkynningarinnar. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi MeToo Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Menntaskólans við Hamrahlíð. Umrætt mál átti sér stað í byrjun október þegar hópur nemenda mótmælti því að þolendur kynferðisbrota þyrftu oft á tíðum að mæta gerendum sínum í skólanum. Nemendurnir töldu viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en þar kom meðal annars fram að nöfn meintra gerenda hafi verið rituð á spegla á baðherbergjum skólans. Þá voru hengdir upp miðar sem á stóð: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“. Drengir sem töldu sig bendlaða við ofbeldi að ósekju kvörtuðu til skólans og sögðu að verið væri að leggja þá í einelti. Þá óskaði skólinn eftir því að utanaðkomandi teymi tæki málin til meðferðar. Ráðgjafahópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins var settur á laggirnar til að skoða málin. Í tilkynningu á vef MH segir að við ítarlega skoðun hópsins hafi í einhverjum tilvikum ekki fundist neinar skýringar eða upplýsingar um ástæðu þess að nöfn nemenda voru rituð á speglana. Í þeim tilvikum hafi einnig engar kvartanir borist um kynferðislega áreitni eða ofbeldi viðkomandi nemenda. „Sem dæmi má nefna að sú saga að í skólanum sé tiltekinn nemandi sem hafi nauðgað litlu frænku sinni, hefur ekki fengið neina stoð þrátt fyrir ítarlega könnun ráðgjafahópsins. Fór sú saga fyrst á flug þegar nemandinn stundaði nám í öðrum skóla og endurtók sig í MH,“ segir í tilkynningunni. Niðurstaða hópsins er sú að í þeim málum sem drengirnir tilkynntu um hafi þeir orðið fyrir einelti og útilokun við að nöfn þeirra voru rituð á speglana. „MH ítrekar að í kjölfar þessara mála samþykkti skólinn að verða fyrstur til að innleiða nýjar áætlanir, í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema, sem snerta hvoru tveggja kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og einelti. Stendur sú vinna yfir. Eru nemendur hvattir til að nýta þá ferla sem til staðar eru og tilkynna um mál ef upp koma innan skólans, þ.e. með því að leita til starfsfólks MH eða tilkynna í gegnum tilkynningahnapp á heimasíðu skólans. Skólinn ítrekar að hann stendur með öllum þolendum ofbeldis og eineltis, sama af hvaða toga slík mál kunna að vera,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi MeToo Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54