MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 06:54 Fleiri hundruð nemendur mótmæltu aðgerðaleysi í kynferðisbrotamálum fyrir utan MH í síðustu viku. Vísir/Egill Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu. Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu.
Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira