Fullt tilefni til fyrirspurnar um vanvirðandi framkomu ráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 12:05 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fullt tilefni á bak við fyrirspurn sína til forsætisráðherra um vanvirðandi framkomu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segist ekki hafa fengið formlega kvörtun en þó eiga ýmis óformleg samtöl um samskipti innan ráðuneytanna. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira