Innlent

Hrækti á og hótaði lög­reglu­mönnum líkams­meiðingum á jóla­dag

Atli Ísleifsson skrifar
Brotin áttu sér stað í lögreglubíl og á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík.
Brotin áttu sér stað í lögreglubíl og á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglukonu og hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum. Brotin áttu sér stað á jóladag á síðasta ári.

Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa fyrst í lögreglubíl hótað tveimur lögreglumönnum og fjölskyldu annars þeirra líkamsmeiðingum.

Á lögreglustöðinni við Hverfisgötu hrækti hann svo í andlit lögreglukonu þannig að hrákinn hafnaði í hægra auga og vanga viðkomandi, og í fangaklefa og fangamóttöku hótaði hann svo enn öðrum lögreglumanni og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum.

Maðurinn játaði brotin skýlaust, en fram kemur að sakarferill mannsins hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar nú.

Dómari taldi hæfilega refsingu vera sextíu dagar en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Manninum var jafnframt að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals um 200 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×