Mikið fjör á litlu jólunum á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2022 21:05 Sólheimakórinn tók að sjálfsögðu lagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var kátt á hjalla á Sólheimum í Grímsnesi í gær því þá voru litlu jólin haldin í sextugasta og fimmta sinn á vegum Lionsklúbbsins Ægis. Bjúgnakrækir mætti á svæðið og Ómar Ragnarsson skemmti íbúum staðarins. Litlu jólin fóru fram í íþróttaleikhúsinu þar sem hljómsveit og söngkonur sungu jólalög og íbúar Sólheima tóku undir í söngnum. Bjúgnakrækir mætti og heilsaði upp á gesti. Þetta var í sextugusta og fimmta sinn, sem Lionsklúbburinn Ægir stóð fyrir Litlu jólunum með hangikjötsveislu fyrst og svo skemmtuninni. „Hér komum við alltaf sama liðið, hljómsveitin og einhverjir gestir með okkur og syngjum saman jólalögin og svo eru skemmtiatriði og þess háttar,“ segir Magnea Tómasdóttir söngkona og velunnari Sólheima. Á þessum 65 ára tímamótum var ákveðið að gefa út geisladisk, sem heitir „Litlu jólin á Sólheimum“ en þar er að finna öll helstu lögin, sem hafa verið spiluð á litlu jólunum í öll þessi ár. Litlu jólin á Sólheimum“ er nafnið á nýja geisladisknum. Það er meðal annars hægt að kaupa hann á heimasíðu Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrakstur af honum á að fara í hljóðfærasjóð Sólheima því hér er mikið tónlistarstarfi og ef maður á ekki geisladiska spilara þá er svona lítill miði á disknum með link, sem hægt er að hlaða niður í tölvuna sína og notið á aðventunni,“ segir Magnea enn fremur. Bjúgnakrækir stóð sig vel á litlu jólunum og gaf öllum nammipoka í lok skemmtunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Ómar Ragnarsson mætti og tók nokkur lög á litlu jólunum. „Það eru engin jól nema að maður komi á Sólheima, það er bara þannig, er og verður á meðan það lifir,“ segir Ómar. En hvað er best við þennan Sólheima? „Mér finnst best við þennan stað það, sem fólk reynir og kemst langt í að rækta anda Sesselju. Andi Sesselju er stórkostlegt ljós, sem lýsir öllum, sem vilja kynna sér það eða ímynda sér hvernig það hafi verið að basla hérna með börnin sín,“ segir Ómar. Ómar Ragnarsson fór á kostum á sviðinu með söng og skemmtisögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima Grímsnes- og Grafningshreppur Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Litlu jólin fóru fram í íþróttaleikhúsinu þar sem hljómsveit og söngkonur sungu jólalög og íbúar Sólheima tóku undir í söngnum. Bjúgnakrækir mætti og heilsaði upp á gesti. Þetta var í sextugusta og fimmta sinn, sem Lionsklúbburinn Ægir stóð fyrir Litlu jólunum með hangikjötsveislu fyrst og svo skemmtuninni. „Hér komum við alltaf sama liðið, hljómsveitin og einhverjir gestir með okkur og syngjum saman jólalögin og svo eru skemmtiatriði og þess háttar,“ segir Magnea Tómasdóttir söngkona og velunnari Sólheima. Á þessum 65 ára tímamótum var ákveðið að gefa út geisladisk, sem heitir „Litlu jólin á Sólheimum“ en þar er að finna öll helstu lögin, sem hafa verið spiluð á litlu jólunum í öll þessi ár. Litlu jólin á Sólheimum“ er nafnið á nýja geisladisknum. Það er meðal annars hægt að kaupa hann á heimasíðu Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrakstur af honum á að fara í hljóðfærasjóð Sólheima því hér er mikið tónlistarstarfi og ef maður á ekki geisladiska spilara þá er svona lítill miði á disknum með link, sem hægt er að hlaða niður í tölvuna sína og notið á aðventunni,“ segir Magnea enn fremur. Bjúgnakrækir stóð sig vel á litlu jólunum og gaf öllum nammipoka í lok skemmtunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Ómar Ragnarsson mætti og tók nokkur lög á litlu jólunum. „Það eru engin jól nema að maður komi á Sólheima, það er bara þannig, er og verður á meðan það lifir,“ segir Ómar. En hvað er best við þennan Sólheima? „Mér finnst best við þennan stað það, sem fólk reynir og kemst langt í að rækta anda Sesselju. Andi Sesselju er stórkostlegt ljós, sem lýsir öllum, sem vilja kynna sér það eða ímynda sér hvernig það hafi verið að basla hérna með börnin sín,“ segir Ómar. Ómar Ragnarsson fór á kostum á sviðinu með söng og skemmtisögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima
Grímsnes- og Grafningshreppur Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira