Tilkynnt var um fleiri líkamsárásir í höfuðborginni í gærkvöldi og nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar. Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um að ráðist hefði verið á mann í hverfi 104. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Áverkar þess sem varð fyrir árásinni eru sagðir minniháttar.
Í miðborginni var tilkynnt um líkamsárás rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu sóðar og vistaður í fangageymslu. Ekki er vitað um áverka brotaþolans.