Innlent

Víða hætt við lúmskri hálku sunnan- og vestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hálka getur myndast jafnvel þó að lofthiti haldist í þremur til fjórum stigum. Myndin er úr safni.
Hálka getur myndast jafnvel þó að lofthiti haldist í þremur til fjórum stigum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Víða verður hætt við myndun lúmskrar hálku sunnan- og vestanlands í dag, einkum seinnipartinn og í kvöld eftir að það styttir upp, lægir og léttir til.

Frá þessu segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Þar segir að slíkt gerist jafnvel þó að lofthiti haldist í þremur til fjórum stigum.

Hálka og hálkublettir eru nú þegar víða á vegum, meðal annars á Holtavöruheiði, Bröttubrekku, Steingrímsfjarðarheiði, Lyngdalsheiði, Skálholtsvegi, Öxi og á kaflanum frá Vík og að Kirkjubæjarklaustri.

Nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×