Gagnrýndu ferðalög meirihlutans og óskuðu svara um kostnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2022 11:03 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Einar Þorsteinsson eru á leið til útlanda. Þetta gagnrýna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru utanlandsferðir fulltrúa meirihlutans nokkuð hugleiknar á borgarráðsfundi í síðustu viku. Í bókunum segir Flokkur fólksins að margt smátt geri eitt stórt og leggur til að fulltrúar notist við fjarfundabúnað. Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira