Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 18:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um stöðu kjarasamningsviðræðna nú þegar innan við tveir sólarhringar eru eftir af nóvembermánuði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sömuleiðis sagt í dag að hann telji ólíklegt að gengið verði frá samningum fyrir fimmtudag. Sólveig Anna segist vilja vera bjartsýn um að skrifað verði undir samninga við Eflingu hratt örugglega en hún vilji einnig vera raunsæ. Samninganefnd verkalýðsfélagsins fer fram á 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning til rúms eins árs. „Þetta tilboð er sett fram sem viðbragð við málflutningi Samtaka atvinnulífsins á samningafundi sem við sátum í gær, þar sem fram kom með skýrum hætti að raunverulega það eina sem kæmi í veg fyrir það að hægt væri að ganga að kröfugerð okkar væri tímalengdin sem við fórum fram á. Við vildum gera þriggja ára langan samning,“ sagði Sólveig Anna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Eftir það hafi samninganefnd Eflingar komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki grundvallaratriði að gera langan samning heldur frekar að fá góðan samning „án þess að þurfa að eyða endalausum tíma í að vera í átökum um eitthvað sem að öllum líkindum við myndum ekki ná í gegn.“ Sólveig Anna segir þetta hófstilltan samning sem byggi á nálgun Lífskjarasamningsins sem hafi verið góður samningur fyrir verka- og láglaunafólk auk atvinnurekenda. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í heild sinni í spilaranum. Vill að horft verði til krónutöluhækkunarinnar Að sögn formanns Eflingar er farið fram á krónutöluhækkanir í samningnum sem Efling bauð Samtökum atvinnulífsins til að koma í veg fyrir margrómað höfrungahlaup. Til samanburðar kæmu prósentuhækkanir til með að ýta undir misskiptingu þegar launahærri stéttir færu fram á hlutfallslegu sömu hækkun og félagsfólk Eflingar. „Prósentuhækkanir virka þannig að þau sem fá lægstu launin fá minnst og þau sem fá hæstu launin fá mest. Það auðvitað eykur á stéttaskiptingu og misskiptingu.“ Þessi í stað vonast Sólveig Anna til þess að náist samningar verði miðað við þessa 56.700 krónutöluhækkun þegar önnur stéttarfélög snúi sér að samningaborðinu. „Með þessu erum við að auka kaupmátt verka- og láglaunafólks, við erum að verja kaupmátt millitekjuhópanna sem er auðvitað líka það sem á að vera sameiginlegt markmið okkar í því ástandi sem nú ríkir. Þannig að ég og samninganefndin höfum skoðað mjög vel þau gögn sem liggja fyrir og okkar afdráttarlausa niðurstaða er sú að þetta er hin rétta og skynsama nálgun,“ segir Sólveig Anna.
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um stöðu kjarasamningsviðræðna nú þegar innan við tveir sólarhringar eru eftir af nóvembermánuði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sömuleiðis sagt í dag að hann telji ólíklegt að gengið verði frá samningum fyrir fimmtudag. Sólveig Anna segist vilja vera bjartsýn um að skrifað verði undir samninga við Eflingu hratt örugglega en hún vilji einnig vera raunsæ. Samninganefnd verkalýðsfélagsins fer fram á 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning til rúms eins árs. „Þetta tilboð er sett fram sem viðbragð við málflutningi Samtaka atvinnulífsins á samningafundi sem við sátum í gær, þar sem fram kom með skýrum hætti að raunverulega það eina sem kæmi í veg fyrir það að hægt væri að ganga að kröfugerð okkar væri tímalengdin sem við fórum fram á. Við vildum gera þriggja ára langan samning,“ sagði Sólveig Anna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Eftir það hafi samninganefnd Eflingar komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki grundvallaratriði að gera langan samning heldur frekar að fá góðan samning „án þess að þurfa að eyða endalausum tíma í að vera í átökum um eitthvað sem að öllum líkindum við myndum ekki ná í gegn.“ Sólveig Anna segir þetta hófstilltan samning sem byggi á nálgun Lífskjarasamningsins sem hafi verið góður samningur fyrir verka- og láglaunafólk auk atvinnurekenda. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í heild sinni í spilaranum. Vill að horft verði til krónutöluhækkunarinnar Að sögn formanns Eflingar er farið fram á krónutöluhækkanir í samningnum sem Efling bauð Samtökum atvinnulífsins til að koma í veg fyrir margrómað höfrungahlaup. Til samanburðar kæmu prósentuhækkanir til með að ýta undir misskiptingu þegar launahærri stéttir færu fram á hlutfallslegu sömu hækkun og félagsfólk Eflingar. „Prósentuhækkanir virka þannig að þau sem fá lægstu launin fá minnst og þau sem fá hæstu launin fá mest. Það auðvitað eykur á stéttaskiptingu og misskiptingu.“ Þessi í stað vonast Sólveig Anna til þess að náist samningar verði miðað við þessa 56.700 krónutöluhækkun þegar önnur stéttarfélög snúi sér að samningaborðinu. „Með þessu erum við að auka kaupmátt verka- og láglaunafólks, við erum að verja kaupmátt millitekjuhópanna sem er auðvitað líka það sem á að vera sameiginlegt markmið okkar í því ástandi sem nú ríkir. Þannig að ég og samninganefndin höfum skoðað mjög vel þau gögn sem liggja fyrir og okkar afdráttarlausa niðurstaða er sú að þetta er hin rétta og skynsama nálgun,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17
Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00