„Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2022 15:07 Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir var með gjörning um fegurðina þar sem hún afklæddist. Með Elísabetu í för var safnstjórinn, Snæbjörn Brynjarsson, sem aðstoðaði hana við gjörninginn. Svavarssafn Nýlegur gjörningur Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar og skálds, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hún fór nakin með fyrirlestur um fegurðina. Með gjörningnum vildi Elísabet sýna að það væri eitthvað fallegt við alla. Hún segir það frelsandi að sýna sig, þó að hræðslan læðist vissulega að manni. Elísabet var stödd á Höfn í Hornarfirði í síðustu viku , meðal annars til að lesa upp úr nýjustu bók sinni, Saknaðarilm, en hún ákvað í leiðinni að vera með gjörning. Gjörningurinn fór fram á Listasafni Svavars Guðnasonar, Svavarssafni, en myndir frá gjörningnum voru birtar á Facebook síðu safnsins í morgun. Þar sést Elísabet standa nakin meðan hún fer með stuttan fyrirlestur en gjörningurinn bar nafnið „Eitthvað fallegt.“ „Ég ákvað að gera eitthvað fallegt fyrir Hornfirðinga. Gjörningar eru oft svo agressívir og krassandi, og þessi gjörningur var það nú kannski, en ég ákvað að gera bara eitthvað fallegt sem að mig langaði til,“ segir Elísabet í samtali við fréttastofu. „Ég raðaði steinum í kringum mig og fór með lítinn fyrirlestur um fegurðina, að fegurðin væri svona viðkvæm eins og kynlíf og trúmál. Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt þegar ég var að lesa upp eitthvað fallegt, þó ég væri 64 ára og tíu kílóum of feit, af því að það er eitthvað fallegt við okkur öll,“ segir hún. Elísabet var gestur Einkalífsins á dögunum þar sem hún ræddi allt milli himins og jarðar, þar á meðal bróðurmissinn, æskuna, áföllin, ferilinn og draumana, en þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hugrekki að þora að vera hræddur Sjálfur safnstjórinn, Snæbjörn Brynjarsson, stakk upp á því að Elísabet yrði með gjörning á safninu þau voru bæði í Listaháskóla Íslands á sínum tíma og stóðu reglulega fyrir gjörningum saman. Snæbjörn aðstoðaði einnig Elísabetu við gjörninginn, hélt á kjólnum hennar og færði henni kaffi auk þess sem hann veitti henni andlegan stuðning að hennar sögn. Áhorfendur tóku vel í gjörninginn að sögn Elísabetar. Mynd/Svavarssafn „Þessu var mjög vel tekið. Það voru yndislegir áhorfendur sem að tóku þessu mjög vel og vildu ræða um þetta á eftir og voru ekkert að flýta sér í burtu,“ segir Elísabet. „Ég hef gert nokkra nektargjörninga en það er mjög langt síðan að ég hef þorað því. Þannig þetta var gaman, það er frelsandi að sýna sig og vera ekkert feiminn við það,“ segir Elísabet. „Ég hef gert svona tvo þrjá nektargjörninga áður og þetta er alltaf mjög frelsandi og fólk er ekkert hneykslað, það tekur þessu bara svona eins og þetta er. Maður er að sýna sig og fólk er ánægt með að einhver þori því.“ Varstu ekkert smeyk sjálf fyrir gjörninginn? „Jú ég er alltaf hrædd en það að þora að vera hræddur, það er hugrekki.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Sveitarfélagið Hornafjörður Söfn Tengdar fréttir Missti frá sér barn vegna neyslu: „Ég hef beðið hann fyrirgefningar“ „Ég tók því mjög alvarlega þó að ég væri svona ung. Ég var í skóla og hann í pössun og við áttum góðar stundir og ég var mjög góð við hann,“ segir Elísabet Jökulsdóttir sem varð móðir aðeins átján ára gömul. 16. nóvember 2022 20:00 „Ég syrgi og sakna hans alveg hamslaust“ „Ég var komin með nóg af sorg. Þegar bróðir minn dó hugsaði ég, get ég farið að syrgja hann eða á ég að vera einhvern veginn bara ánægð með hans líf, ánægð með hvað hann var góður bróðir. Taka þetta á þessum forsendum.“ 10. nóvember 2022 13:48 Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs. 22. október 2022 22:34 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Fleiri fréttir Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Sjá meira
Elísabet var stödd á Höfn í Hornarfirði í síðustu viku , meðal annars til að lesa upp úr nýjustu bók sinni, Saknaðarilm, en hún ákvað í leiðinni að vera með gjörning. Gjörningurinn fór fram á Listasafni Svavars Guðnasonar, Svavarssafni, en myndir frá gjörningnum voru birtar á Facebook síðu safnsins í morgun. Þar sést Elísabet standa nakin meðan hún fer með stuttan fyrirlestur en gjörningurinn bar nafnið „Eitthvað fallegt.“ „Ég ákvað að gera eitthvað fallegt fyrir Hornfirðinga. Gjörningar eru oft svo agressívir og krassandi, og þessi gjörningur var það nú kannski, en ég ákvað að gera bara eitthvað fallegt sem að mig langaði til,“ segir Elísabet í samtali við fréttastofu. „Ég raðaði steinum í kringum mig og fór með lítinn fyrirlestur um fegurðina, að fegurðin væri svona viðkvæm eins og kynlíf og trúmál. Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt þegar ég var að lesa upp eitthvað fallegt, þó ég væri 64 ára og tíu kílóum of feit, af því að það er eitthvað fallegt við okkur öll,“ segir hún. Elísabet var gestur Einkalífsins á dögunum þar sem hún ræddi allt milli himins og jarðar, þar á meðal bróðurmissinn, æskuna, áföllin, ferilinn og draumana, en þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hugrekki að þora að vera hræddur Sjálfur safnstjórinn, Snæbjörn Brynjarsson, stakk upp á því að Elísabet yrði með gjörning á safninu þau voru bæði í Listaháskóla Íslands á sínum tíma og stóðu reglulega fyrir gjörningum saman. Snæbjörn aðstoðaði einnig Elísabetu við gjörninginn, hélt á kjólnum hennar og færði henni kaffi auk þess sem hann veitti henni andlegan stuðning að hennar sögn. Áhorfendur tóku vel í gjörninginn að sögn Elísabetar. Mynd/Svavarssafn „Þessu var mjög vel tekið. Það voru yndislegir áhorfendur sem að tóku þessu mjög vel og vildu ræða um þetta á eftir og voru ekkert að flýta sér í burtu,“ segir Elísabet. „Ég hef gert nokkra nektargjörninga en það er mjög langt síðan að ég hef þorað því. Þannig þetta var gaman, það er frelsandi að sýna sig og vera ekkert feiminn við það,“ segir Elísabet. „Ég hef gert svona tvo þrjá nektargjörninga áður og þetta er alltaf mjög frelsandi og fólk er ekkert hneykslað, það tekur þessu bara svona eins og þetta er. Maður er að sýna sig og fólk er ánægt með að einhver þori því.“ Varstu ekkert smeyk sjálf fyrir gjörninginn? „Jú ég er alltaf hrædd en það að þora að vera hræddur, það er hugrekki.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Sveitarfélagið Hornafjörður Söfn Tengdar fréttir Missti frá sér barn vegna neyslu: „Ég hef beðið hann fyrirgefningar“ „Ég tók því mjög alvarlega þó að ég væri svona ung. Ég var í skóla og hann í pössun og við áttum góðar stundir og ég var mjög góð við hann,“ segir Elísabet Jökulsdóttir sem varð móðir aðeins átján ára gömul. 16. nóvember 2022 20:00 „Ég syrgi og sakna hans alveg hamslaust“ „Ég var komin með nóg af sorg. Þegar bróðir minn dó hugsaði ég, get ég farið að syrgja hann eða á ég að vera einhvern veginn bara ánægð með hans líf, ánægð með hvað hann var góður bróðir. Taka þetta á þessum forsendum.“ 10. nóvember 2022 13:48 Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs. 22. október 2022 22:34 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Fleiri fréttir Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Sjá meira
Missti frá sér barn vegna neyslu: „Ég hef beðið hann fyrirgefningar“ „Ég tók því mjög alvarlega þó að ég væri svona ung. Ég var í skóla og hann í pössun og við áttum góðar stundir og ég var mjög góð við hann,“ segir Elísabet Jökulsdóttir sem varð móðir aðeins átján ára gömul. 16. nóvember 2022 20:00
„Ég syrgi og sakna hans alveg hamslaust“ „Ég var komin með nóg af sorg. Þegar bróðir minn dó hugsaði ég, get ég farið að syrgja hann eða á ég að vera einhvern veginn bara ánægð með hans líf, ánægð með hvað hann var góður bróðir. Taka þetta á þessum forsendum.“ 10. nóvember 2022 13:48
Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs. 22. október 2022 22:34