Innlent

Skjálftar í Bárðarbungu og Goðabungu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skjálftarnir urðu með aðeins 20 mínútna millibili.
Skjálftarnir urðu með aðeins 20 mínútna millibili. Veðurstofa Íslands

Um klukkan eitt í nótt varð skjálfti af stærðinni 3,8 í Bárðarbungu í Vatnajökli og um 20 mínútum síðar reið yfir skjálfti af stærðinni 3,0 í Goðabungu í Mýrdalsjökli. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofu Íslands.

Þegar tilkynningin barst um klukkan tvö í nótt höfðu starfsmenn Veðurstofu ekki fengið neinar tilkynningar þess efnis að skjálftarnir hefðu fundist í byggð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×