Segir lögreglumann hafa brotið tölvuskjá sinn á bjórkvöldi í sal Gróttu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 18:56 Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Instagram Rapparinn Ísleifur Eldur Illugason segir lögreglumann hafa brotið skjá tölvu sinnar síðastliðið föstudagskvöld. Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Fjölmennt lið lögreglu mætti á svæðið með mikinn viðbúnað og leysti upp samkvæmið. Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“ Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“
Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels