Segir lögreglumann hafa brotið tölvuskjá sinn á bjórkvöldi í sal Gróttu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 18:56 Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Instagram Rapparinn Ísleifur Eldur Illugason segir lögreglumann hafa brotið skjá tölvu sinnar síðastliðið föstudagskvöld. Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Fjölmennt lið lögreglu mætti á svæðið með mikinn viðbúnað og leysti upp samkvæmið. Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“ Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“
Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira