Fréttir

Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndbandið hefur vakið mikla athygli í Íran, en talið er að Farideh hafi verið handtekin á miðvikudaginn í síðustu viku.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli í Íran, en talið er að Farideh hafi verið handtekin á miðvikudaginn í síðustu viku. Skjáskot

Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja.

Hún var handtekin af yfirvöldum fyrir mótmæli á miðvikudaginn og myndbandið birti bróðir hennar sem býr í Frakklandi. Moradkhani er vel þekkt í Íran en hún er frænka Ayjatollah Ali Khameinei, æðsta leiðtoga landsins.

Í myndbandinu foræmdir Moradkhani þá kúgun sem almenningur hafi verið beittur síðustu áratugina eftir að klerkarnir tóku völdun og þá gagnrýnir hún einnig vesturlönd fyrir að standa aðgerðarlaus hjá og hvetur þau til að slíta stjórnmálasamband við landið.

Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Íran síðustu vikur í kjölfarið á morðinu á Möshu Amini, sem lést í varðhaldi lögreglu eftir að hafa verið handtekin fyrir að bera ekki slæðu sína á réttan hátt að mati yfirvalda.


Tengdar fréttir

Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran

Fyrsti mótmælandinn hefur nú verið dæmdur til dauða í Íran vegna mótmæla sem hafa geisað þar í landi. Mótmælandinn er sakaður um að hafa kveikt í byggingu stjórnvalda.

Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar

Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði.

Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ

Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.