Fjórir bílar tjónuðust í árekstri á Miklubraut nærri Ártúnsbrekku rétt fyrir klukkan þrjú í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ein kona flutt á bráðamóttöku. Hún hafi þó verið vel áttuð og aðeins flutt þangað til eftirlits.
Tafir urðu á umferð um tíma um Miklubraut í austurátt. Umferðin gengur nú sinn vanagang en er farin að þyngjast eins og gerist á þessum tíma dagsins.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira