Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Snorri Másson skrifar 25. nóvember 2022 12:00 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar. Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar.
Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira