Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda.

Enn er setið á fundi hjá ríkissáttasemjara og við förum yfir stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Meirihluti landsmanna treystir ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vill rannsóknarnefnd um síðasta söluferli. Við greinum frá nýrri könnun Maskínu.

Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglöggi starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum.

Þá förum við á Litla-Hraun þar sem fangavörður segir nýja kynslóð brotamanna grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt. Við verðum einnig í beinni frá æfingu fyrir tónleika Sigurrósar á morgun og kíkjum á Akureyri þar sem sárvantar fleiri hótelherbergi fyrir ferðamenn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×