Yngri fangar tilbúnari að beita vopnum og fangelsin geta ekki tryggt öryggi vegna fjárskorts Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 22:01 Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður á Litla-Hrauni segir ýmislegt hafa breyst í starfsumhverfi fangavarða á undanförnum tíu árum. Vísir/Ívar Fangavörður á Litla-Hrauni segir starfsumhverfið hafa stórbreyst á undanförnum árum og að ný kynslóð brotamanna sé grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt og á sama tíma kemur sífellt meiri fjárskortur sífellt verr niður á allri starfseminni. Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður. Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður.
Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira