Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 15:54 Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu í rannsókninni á mönnunum tveimur. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira