Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 18:44 Stjörnutorg, að minnsta kosti í þeirri mynd sem við nú þekkjum, mun heyra sögunni til. Vísir/Vilhelm Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. Sautján veitingastaðir verða á hinu nýja Kúmen. Sumir veitingastaðanna voru einnig á Stjörnutorgi eða í mathöll Kringlunnar. Þar á meðal eru Sbarro, Te og Kaffi, Serrano, Subway, Kore, Kringlukráin, Finnsson Bistro, Rikki Chan og Local. Domino's á Stjörnutorgi lokaði eftir kvartöld í Kringlunni fyrir tæpum mánuði en á nýju svæði skjóta aðrir upp kollinum; staðir á borð við Ali Baba, Yuzu, Pastagerðina, Takkó og Flatey. Gert er ráð fyrir því að veitingasvæðið opni á allra næstu dögum. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar segir fréttir af lokun Stjörnutorgs hafa vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina. Breytingarnar á Stjörnutorgi eru liður í stærri breytingum, en á meðal þeirra er fyrirhugað afþreyingarsvæði. Aðspurð vill Baldvina ekki gefa mikið upp um svæðið á þessu stigi málsins en er fullviss um að vinnustaðir og vinahópar muni venja komur sínar á afþreyingarsvæðið. Það verði sem sagt ekki hugsað sem barnagæsla, sem enn verður á sínum stað, og nú í bættu rými. „Matarhlutinn verður með séropnunartíma, það verður opið til níu öll kvöld. Þannig að það eru að myndast tækifæri til að koma og fá sér að borða áður en maður fer að borða eða þegar það er búið að loka verslunum í Kringlunni. Það eykur fjölbreytnina í vali fyrir leikhúsferðir, upplagt að borða á Kúmen og fara í leikhús eða bíó - eða bara rölta til okkar úr hverfinu,“ segir Baldvina og hvetur alla til að mæta í kveðjuhófið á morgun. Reykjavík Kringlan Tímamót Veitingastaðir Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Sautján veitingastaðir verða á hinu nýja Kúmen. Sumir veitingastaðanna voru einnig á Stjörnutorgi eða í mathöll Kringlunnar. Þar á meðal eru Sbarro, Te og Kaffi, Serrano, Subway, Kore, Kringlukráin, Finnsson Bistro, Rikki Chan og Local. Domino's á Stjörnutorgi lokaði eftir kvartöld í Kringlunni fyrir tæpum mánuði en á nýju svæði skjóta aðrir upp kollinum; staðir á borð við Ali Baba, Yuzu, Pastagerðina, Takkó og Flatey. Gert er ráð fyrir því að veitingasvæðið opni á allra næstu dögum. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar segir fréttir af lokun Stjörnutorgs hafa vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina. Breytingarnar á Stjörnutorgi eru liður í stærri breytingum, en á meðal þeirra er fyrirhugað afþreyingarsvæði. Aðspurð vill Baldvina ekki gefa mikið upp um svæðið á þessu stigi málsins en er fullviss um að vinnustaðir og vinahópar muni venja komur sínar á afþreyingarsvæðið. Það verði sem sagt ekki hugsað sem barnagæsla, sem enn verður á sínum stað, og nú í bættu rými. „Matarhlutinn verður með séropnunartíma, það verður opið til níu öll kvöld. Þannig að það eru að myndast tækifæri til að koma og fá sér að borða áður en maður fer að borða eða þegar það er búið að loka verslunum í Kringlunni. Það eykur fjölbreytnina í vali fyrir leikhúsferðir, upplagt að borða á Kúmen og fara í leikhús eða bíó - eða bara rölta til okkar úr hverfinu,“ segir Baldvina og hvetur alla til að mæta í kveðjuhófið á morgun.
Reykjavík Kringlan Tímamót Veitingastaðir Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49
Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42