Ökumaður í vímu velti bílnum, ók á ljósastaur og á húsvegg Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 06:16 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu við sögu. Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira