Ökumaður í vímu velti bílnum, ók á ljósastaur og á húsvegg Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 06:16 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu við sögu. Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira