Ekki eins vongóður eftir loftslagsþingið Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2022 23:15 Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar segir skipta mestu máli hvað stjórnvöld taka sér fyrir hendur nú þegar ráðstefnunni er lokið. Vísir Deildar meiningar eru þann árangur sem náðist á COP27 loftslagsþinginu sem lauk í Egyptalandi í gær. Samþykkt um stofnun loftslagshamfarasjóðs þykir mikil tímamót en vonbrigðum hefur verið lýst yfir með samþykktir um samdrátt í losun og notkun á jarðefnaeldsneyti. Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar hefur fylgst lengi með loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna og vonaðist til að sjá afdrifaríkari niðurstöðu. „Eftir að hafa fengið svona margar slæmar fréttir af áhrifum loftslagsbreytinga víða úr heiminum, meðal annars frá Íslandi, þá vorum við vongóð um að það myndi kveikja í mörgum þjóðarleiðtogum, mörgum ríkisstjórnum og mörgum aðilum sem þurfa að taka þessi róttæku skref en sú von brást,“ sagði Tryggvi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrátt fyrir það hafi fundurinn sem slíkur verið nauðsynlegur. Ekki sé um að ræða beina afturför heldur hafi umfang aðgerða þjóða heims meira og minna staðið í stað. „Það sem skiptir mestu máli er það sem við gerum á milli þessara stóru ráðstefna, að við komum á þessar ráðstefnur og segjum frá því sem við höfum verið að gera, hver af þessum 192 þjóðum. Þannig að núna skiptir það öllu máli hvernig þjóðirnar bregðast við og hvaða boðskap þær taka með sér á næsta fund. Vonin lifir.“ Tryggvi bætir við að íslensk stjórnvöld hafi ekki mætt með neitt sérstaklega öflugan boðskap á þessa ráðstefnu. Stjórnvöld hafi sett sér ákveðin markmið sem séu að sumu leyti ágæt en meira þurfi til. „Það er reynt að ganga langt í því að breyta Íslandi þannig að við getum staðið við skuldbindingarnar okkar og það vantar hvernig við ætlum að gera það. Þessi ríkisstjórn hefur engu bætt við það og það lá alveg ljóst fyrir á síðasta kjörtímabili að það væri ekki búið að leggja fram þær áætlanir sem til þarf til þess að við getum mætt á þessa fundi og borið höfuðið hátt. Þar þurfum við að segja frá því hvernig við höfum brugðist við heima hjá okkur.“ Samþykktin tvíeggja sverð Það þykir marka nokkur tímamót að þjóðir heims hafi samþykkt að stofna sérstakan loftslagshamfarasjóð til að aðstoða fátækari ríki sem verða fyrir skaða vegna loftslagsbreytinga. Tryggvi bendir þó á að enn eigi eftir að útfæra sjóðinn og mörgum spurningum sé ósvarað. „Þetta er svona tvíeggja sverð því við náttúrulega erum fyrst og fremst að reyna að koma í veg fyrir þessarar miklu hamfarir sem geta átt sér stað, ef við náum ekki að stöðva losun og draga úr henni.“ Ekki liggi fyrir hvernig sjóðurinn verði fjármagnaður en að hans mati væri réttast að það yrði gert með því að innheimta gjöld frá þeim ríkjum heims sem framleiða jarðefnaeldsneyti. „Þá er hann kannski til góðs en ef það á að draga fé af aðgerðum til að draga úr losun þá er hann ekki til góðs.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 20. nóvember 2022 22:18 Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. 20. nóvember 2022 00:03 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar hefur fylgst lengi með loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna og vonaðist til að sjá afdrifaríkari niðurstöðu. „Eftir að hafa fengið svona margar slæmar fréttir af áhrifum loftslagsbreytinga víða úr heiminum, meðal annars frá Íslandi, þá vorum við vongóð um að það myndi kveikja í mörgum þjóðarleiðtogum, mörgum ríkisstjórnum og mörgum aðilum sem þurfa að taka þessi róttæku skref en sú von brást,“ sagði Tryggvi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrátt fyrir það hafi fundurinn sem slíkur verið nauðsynlegur. Ekki sé um að ræða beina afturför heldur hafi umfang aðgerða þjóða heims meira og minna staðið í stað. „Það sem skiptir mestu máli er það sem við gerum á milli þessara stóru ráðstefna, að við komum á þessar ráðstefnur og segjum frá því sem við höfum verið að gera, hver af þessum 192 þjóðum. Þannig að núna skiptir það öllu máli hvernig þjóðirnar bregðast við og hvaða boðskap þær taka með sér á næsta fund. Vonin lifir.“ Tryggvi bætir við að íslensk stjórnvöld hafi ekki mætt með neitt sérstaklega öflugan boðskap á þessa ráðstefnu. Stjórnvöld hafi sett sér ákveðin markmið sem séu að sumu leyti ágæt en meira þurfi til. „Það er reynt að ganga langt í því að breyta Íslandi þannig að við getum staðið við skuldbindingarnar okkar og það vantar hvernig við ætlum að gera það. Þessi ríkisstjórn hefur engu bætt við það og það lá alveg ljóst fyrir á síðasta kjörtímabili að það væri ekki búið að leggja fram þær áætlanir sem til þarf til þess að við getum mætt á þessa fundi og borið höfuðið hátt. Þar þurfum við að segja frá því hvernig við höfum brugðist við heima hjá okkur.“ Samþykktin tvíeggja sverð Það þykir marka nokkur tímamót að þjóðir heims hafi samþykkt að stofna sérstakan loftslagshamfarasjóð til að aðstoða fátækari ríki sem verða fyrir skaða vegna loftslagsbreytinga. Tryggvi bendir þó á að enn eigi eftir að útfæra sjóðinn og mörgum spurningum sé ósvarað. „Þetta er svona tvíeggja sverð því við náttúrulega erum fyrst og fremst að reyna að koma í veg fyrir þessarar miklu hamfarir sem geta átt sér stað, ef við náum ekki að stöðva losun og draga úr henni.“ Ekki liggi fyrir hvernig sjóðurinn verði fjármagnaður en að hans mati væri réttast að það yrði gert með því að innheimta gjöld frá þeim ríkjum heims sem framleiða jarðefnaeldsneyti. „Þá er hann kannski til góðs en ef það á að draga fé af aðgerðum til að draga úr losun þá er hann ekki til góðs.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 20. nóvember 2022 22:18 Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. 20. nóvember 2022 00:03 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 20. nóvember 2022 22:18
Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. 20. nóvember 2022 00:03