Lífið

Elín Metta og Ísak flott saman

Ólafur Björn Sverrisson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Elín Metta Jensen og Ísak Hinriksson.
Elín Metta Jensen og Ísak Hinriksson. samsett/vísir

Elín Metta Jensen og Ísak Hinriksson eru að hittast þessa dagana samkvæmt heimildum Vísis. 

Elín Metta, sem lagði fótboltaskóna á hilluna eftir nýafstaðið tímabil, birti mynd af þeim á Instagram um helgina. Fékk hún góðar undirtektir og athugasemdir á borð við „Epic reveal.“ 

Elín Metta er læknisfræðinemi en er í pásu frá náminu eins og er og stundar nám við Listaháskóla Íslands. Hún þykir ein glæsilegasta kona landsins og hefur nafn hennar reglulega birst á listum yfir eftirsótta kvenkosti landsins. 

Ísak Hinriksson hefur meðal annars fengist við kvikmyndagerð og ljósmyndun. Rætt var við Ísak í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2017 þegar hann frumsýndi stuttmynd sína Skeljar. Blær bróðir Ísaks lék aðalhlutverkið í myndinni.

Elín Metta er 27 ára og Ísak 25 ára.


Tengdar fréttir

Elín Metta er hætt

Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM.

Þetta eru mest sjarmerandi Íslendingarnir

Hvort sem það er fallegt bros, einlægni, sjálfsöryggi eða blik í auga þá er víst engin uppskrift af sjarma. Einnig er það misjafnt hvað fólki finnst vera sjarmerandi þó svo að oft séu það vissar manneskjur sem hafa eitthvað sérstakt við sig sem virðist heilla og ná til flestra. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.